Perry sagður alltaf hafa elskað Cox

Matthew Perry og Courteney Cox eru bara vinir ólíkt því …
Matthew Perry og Courteney Cox eru bara vinir ólíkt því sem átti sér stað í þáttunum um vinina í New York. Skjáskot/Instagram

Friends-leikarinn Matthew Perry er sagður alltaf hafa elskað mótleikkonu sína fyrrverandi Courteney Cox. Í þáttaröðinni Vinum léku þau hjón en hafa þó alltaf bara verið vinir í raunveruleikanum. Heimildarmaður Us Weekly vill þó meina að það hafi ekki alltaf verið ósk Perry. 

„Matthew hefur alltaf elskað hana,“ sagði heimildarmaður í vikunni. „Matthew hefur aldrei komist alveg yfir hana,“ bætti heimildarmaðurinn við. 

Því miður fyrir Perry hefur vinkona hans þó verið í sambandi með Johnny McDavid sundur og saman síðan árið 2013. Meðan á Friends-tímabilinu stóð var Cox lengi vel með leikaranum David Arquette. Perry á hins vegar ekkert hjónaband að baki en hefur glímt við mikinn fíknivanda. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.