Hversu langt muntu ganga?

„Það er ekki hægt að skrifa um framtíðina og hunsa …
„Það er ekki hægt að skrifa um framtíðina og hunsa loftslagsmál,“ segir Hildur Knútsdóttir. mbl.is/​Hari

Nornin er nýútkomin skáldsaga Hildar Knútsdóttur og framhald af skáldsögunni Ljóninu sem kom út í fyrra. Er hún því önnur í röðinni í þríleik Hildar en báðar bækurnar fjalla um ungmenni sem takast á við alls kyns vandamál.

Í Ljóninu fylgdust lesendur með Hólmfríði Kristínu Hafliðadóttur, Kríu, en Nornin gerist í framtíðinni, nánar tiltekið árið 2096 þegar Alma Khan, barnabarn Kríu, er orðin 19 ára og byrjuð að fóta sig sem fullorðinn einstaklingur. „Þetta er stór sögubogi því þarna eru mál sem kláruðust ekki í fyrstu bókinni,“ segir Hildur.

Alma er starfsmaður í gróðurhúsi á Hellisheiði þegar henni er óvænt boðið starf í einkagróðurhúsi hinnar heimsfrægu Olgu Ducaróvu sem tengist Ölmu þó. „Olga og Kría eru gamlar vinkonur því þær fóru saman til Mars og voru þar í þrjú ár.“ Skilið var við Kríu 17 ára gamla í Ljóninu og hefur ferðin til plánetunnar Mars og ýmislegt annað óvænt átt sér stað í lífi hennar frá þeim tíma.

Það kveður að einhverju leyti við annan tón í Norninni en Ljóninu því nú fylgjumst við með 19 ára ungri konu en ekki 17 ára unglingi. „Hún er farin að búa ein og farin að taka ábyrgð á eigin lífi. Hún verður ástfangin og svo eru alls kyns siðferðislegar spurningar sem hún þarf að takast á við. Hún þarf til dæmis að horfast í augu við sín eigin forréttindi og ýmislegt sem er kannski ekkert þægilegt að horfast í augu við,“ segir Hildur.

Loftslagsmálin tækluð

„Hversu langt er fólk tilbúið að ganga fyrir sannfæringu sína?“ segir Hildur um þema bókarinnar. „Hverjir eru tilbúnir að fórna öllu og hverjir ekki og hver getur verið ástæðan?“

Hildur kemst ekki hjá því að beina sjónum að loftslagsmálum í sögu sem gerist svo fjarri samtíma okkar. „Það er ekki hægt að skrifa um framtíðina og hunsa loftslagsmál,“ segir Hildur, sem hefur lesið sér mikið til um loftslagsmál. „Þetta var líklega mesta vinnan í bókinni. Ég vildi draga upp einhverja mynd sem er byggð á staðreyndum.“

Hildur segir þó stærsta óvissuþáttinn vera viðbrögð fólks við loftslagsbreytingum sem auðvitað munu skipta sköpum um framvindu þeirra. „Þar auðvitað skálda ég því þetta er ekki framtíðarspá,“ segir Hildur og tekur undir að framtíðarsýnin sé nokkuð svört í bókinni.

Í bókinni er dregin upp mynd af Reykjavík þar sem yfirborð sjávar hefur hækkað sem leitt hefur til þess að stór svæði hafa farið undir sæ. Hildur kveðst þó hafa farið eilítið frjálslega með staðreyndir þar, ýtt undir þau áhrif sem hækkun sjávar getur haft á þessum tíma. „Byggðin öll er komin miklu hærra. Í þessari Reykjavík sem ég bý til er Breiðholtið nýi miðbærinn.“

Skápurinn næstur?

Næsta bók, og þar með sú síðasta í þríleiknum, er komin í bígerð að sögn Hildar. „Ég vinn þannig að ég er búin að semja bókina áður en ég byrja að skrifa hana,“ segir hún en skrifin fara af stað á næstu vikum. „Nú byrjar handavinnan.“

Spurð hvort næsta bók í röðinni muni nefnast Skápurinn og staðfesta þar með vísunina í skáldsögu C.S. Lewis, Ljónið, nornina og skápinn, segir Hildur „No comment,“ og hlær. „Í fyrstu bókinni er skápur sem leiðir yfir í annan heim svo ég ákvað að vera ekkert að pukrast með þetta. En þessi tenging er klárlega fyrir hendi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson