Mætt á YouTube þrátt fyrir háskólasvindlsmálið

Olivia Jade Giannulli er snúin aftur.
Olivia Jade Giannulli er snúin aftur. Skjáskot/Instagram

Olivia Jade Gianulli er mætt aftur á YouTube þrátt fyrir svokallað háskólasvindlsmál. Foreldrar Oliviu, leikkonan Lori Loughlin og Mossimo Giannulli, eru ákærð fyrir að hafa svindlað dætrum sínum tveimur inn í háskóla. 

Áður en málið komst upp nú á vormánuðum sá Olivia fyrir sér sem áhrifavaldur. Hún var í samstarfi með fjölda fyrirtækja og hélt úti virkri YouTube-rás. Í kjölfar ásakananna í garð foreldra hennar lét hún sig hverfa af samfélagsmiðlum og missti samstarf við stórfyrirtæki. 

Nú er hún snúin aftur með tveggja mínútna löngu myndbandi á YouTube sem einfaldlega heitir „hæ aftur“. Þar segir hún að hún megi ekki tjá sig um háskólasvindlsmálið, en segist óska þess að hún geti tjáð sig um það. 

Olivia segist hafa saknað þess að gera myndbönd aftur og að hún hafi velt því fyrir sér á síðustu 7-8 mánuðum hvort hún ætti að snúa aftur. 

Foreldrar Oliviu eru milli steins og sleggju þessa dagana en í október bættist við ákæra í máli þeirra og eru þau núna einnig ákærð fyrir að hafa mútað skólayfirvöldum. Upphafleg ákæra snéri að greiðslum sem þau greiddu til svindlarans Rick Singer, sem bjó þannig um að dætur þeirra, Olivia og Isabella, ættu greiða leið inn í University of Southern California. 

Einnig er ekki útséð um hvort systurnar gætu sætt ákæru ef þær verði látnar bera vitni gegn foreldrum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes