Drake mest spilaður allra á Spotify

Drake er vinsælasti listamaður áratugarins á Spotify.
Drake er vinsælasti listamaður áratugarins á Spotify. AFP

Kanadamaðurinn Drake er vinsælasti tónlistarmaður Spotify, en á hann var hlustað oftar en nokkurn annan á áratugnum sem er að líða, eða 28 milljarða skipta. Vinsælasta lagið hans var One Dance, en það hlaut 1,7 milljarða spilana.

Hlustun á lagið One Dance bliknar þó í samanburði við Shape of You eftir Ed Sheeran, en því var streymt 2,4 milljörðum skipta og er vinsælasta lag áratugarins.

Vinsælasta lag ársins 2019 er svo Senorita með Shawn Mendes og Camilu Cabello. Því var streymt milljarð sinnum, en Bad Guy með Billie Eilish fylgir fast á hæla þess með 990 milljónir spilana.

Fyrsti kvenkyns listamaðurinn efstur á lista

Hin unga Billie Eilish hefur slegið í gegn á árinu.
Hin unga Billie Eilish hefur slegið í gegn á árinu. AFP

Þá var fyrsta plata hinnar ungu Billie Eilish, When We All Fall Asleep Where Do We Go, vinsælasta plata ársins. Er þetta í fyrsta sinn sem kvenkyns tónlistarmaður nær þeim árangri að vera efst á vinsældarlistum Spotify í lok árs.

Frumraun Billie Eilish var þó ekki vinsælasta plata ársins alls staðar, en í Bretlandi var það heimamaðurinn Lewis Capaldi, með sína fyrstu plötu, Divinely Uninspired To A Hellish Extent, sem var efst á lista. Vinsælasta lag Bretlands var lagið hans Someone You Loved.

Frétt BBC

Vinsælasta tónlistarfólkið 2010 — 2019

  1. Drake
  2. Ed Sheeran
  3. Post Malone
  4. Ariana Grande
  5. Eminem

Vinsælustu lögin 2010 — 2019

  1. Shape of You - Ed Sheeran
  2. One Dance - Drake
  3. Rockstar - Post Malone
  4. Closer - The Chainsmokers
  5. Thinking Out Loud - Ed Sheeran

Vinsælasta tónlistarfólkið árið 2019

  1. Post Malone
  2. Billie Eilish
  3. Ariana Grande
  4. Ed Sheeran
  5. Bad Bunny

Vinsælustu lögin árið 2019

  1. Senorita - Shawn Mendes og Camila Cabello
  2. Bad Guy - Billie Eilish
  3. Sunflower - Post Malone
  4. 7 Rings - Ariana Grande
  5. Old Town Road - Lil Nas X
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson