Bocelli með stórtónleika í Kórnum

Andrea Bocelli á sviðinu í Egilshöll fyrir tólf árum.
Andrea Bocelli á sviðinu í Egilshöll fyrir tólf árum. mbl.is/Jón Svavarsson

Ítalski tenórinn Andrea Bocelli heldur stórtónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí á næsta ári. Boccelli kemur fram með 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Senu Live en miðasala á tónleikana hefst 13. desember klukkan 10.

Í tilkynningunni kemur fram að tenórinn hafi selt yfir 90 milljónir platna á heimsvísu og hafi átt stóran þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lög hans hafi náð efsta sæti á öllum helstu topplistum heimsins.

Kórnum í Kópavogi verður í fyrsta sinn umbreytt í sitjandi sal, en einungis verður boðið upp á númeruð sæti. Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum en miðarnir kosta frá 12.900 krónum.

Tónleikarnir verða í tveimur hlutum; fyrri hluti er sígildari og þar tekur hann þekktustu óperuaríurnar, en í seinni hluta tekur hann alla sína vinsælustu slagara.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson