Brúðkaupsundirbúningur í uppnámi vegna Andrésar

Beatrice prinsessa er trúlofuð en vandræði föður hennar hafa sett …
Beatrice prinsessa er trúlofuð en vandræði föður hennar hafa sett strik í reikninginn. AFP

Andrés prins er ekki bara búinn að koma Elísabetu Bretadrottningu og Karli bróður sínum í óþægilega stöðu vegna vinskapar við auðkýf­inginn og barn­aníðinginn Jef­frey Ep­stein. Eldri dóttir hans, Beatrice prinsessa, er einnig í afar óþægilegri stöðu. Prinsessan trúlofaði sig í haust og er nú sögð þurfa að hætta við fyrirhuguð áform um trúlofunarveislu. 

Beatrice prinsessa og unnusti hennar Edo­ar­do Map­elli Mozzi ætluðu sér að halda trúlofunarveislu 18. desember á veitingastað í Lundúnum að því er fram kemur á vef Daily Mail. Beatrice er sögð ætla að breyta staðsetningunni þar sem að staðurinn er of áberandi í ljósi vandræða föður hennar. 

Andrés prins virðist ekki bara vera óvinsæll meðal Breta heldur einnig meðal fjölskyldu sinnar. Ekki er vitað hvaða áhrif skandall föður Beatrice hefur á brúðkaupið sjálft sem er fyrirhugað með vorinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mörg tækifæri gefast til ferðalaga á næstunni. Bíddu í nokkra daga með að hafa samband við móðgaðan vin. Varastu að gera vanda annarra að þínum.