Tilkynnti rangan sigurvegara - aftur

Steve Harvey varð aftur á í messunni.
Steve Harvey varð aftur á í messunni. AFP

Grínistinn Steve Harvey tilkynnti um rangan sigurvegara í búningakeppni fegurðarsamkeppninnar Miss Universe í Bandaríkjunum í gær. Þetta er í annað skiptið á 5 árum sem Harvey verður á í messunni og tilkynnir rangan sigurvegara. 

Harvey tilkynnti að ungfrú Filippseyjar hafi unnið titilinn en ungfrú Malasía var raunverulegur sigurvegari. Þær leiðréttu hann á sviðinu.Í þetta skiptið var þó ekki jafn mikið undir, heldur aðeins verðlaun fyrir besta búninginn en ekki aðaltitillinn eins og árið 2015. 

Hann kennir textaskjánum um ruglinginn en á skjánum stóð skýrt að Filippseyjar hefðu unnið. Það væri því ekki hægt að kenna honum um þetta. Hann fussaði svo: „Þið verðið að hætta að gera mér þetta.“

Eins og frægt er tilkynnti Harvey að ungfrú Kólumbía hlyti titilinn árið 2015 í stað fegurðardrottningarinnar frá Filippseyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson