Framtíð hertogahjónanna rædd

AFP

Hertoginn og hertogaynjan af Sussex vonast til þess að botn fáist í framtíðarhlutverk þeirra innan bresku konungsfjölskyldunnar fyrr en seinna. Þetta kemur fram í frétt BBC en þar kemur fram að viðræður gangi vel við ráðgjafa bresku og kanadísku ríkisstjórnarinnar. Hjónin hafa sagst hafa áhuga á að draga úr opinberum skyldum sínum og skipta tíma sínum á milli Norður-Ameríku og Bretlands. Meghan er komin aftur til Kanada en fjölskyldan dvaldi þar um jólin. Fjölskyldan kom til Bretlands á þriðjudag eftir sex vikna leyfi frá opinberum skyldum.

Elísabet drottning, prinsinn af Wales, Karl, og hertoginn af Cambridge, Vilhjálmur, hafa óskað eftir því við háttsett starfsfólk að vinna með Harry og Meghan ásamt ríkisstjórnum ríkjanna tveggja til að finna lausn á málinu. 

Á Instagram-reikningi þeirra má sjá hjónin sinna skyldum sínum í heimalandinu. Til að mynda í eldhúsi í Kensington þar sem fólk sem bjó í Grenfell-turninum fær að borða. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt skipta um gír í dag og þráir líka að komast í nýtt umhverfi. Haltu áfram leit þinni að skemmtilegu áhugamáli fyrir ykkur sambýlingana.