Hamill hættur á Facebook vegna falskra auglýsinga

Mark Hamill.
Mark Hamill. AFP

Leikarinn Mark Hamill, sem er þekktastur fyrir túlkun sína á Luke Skywalker í Star Wars, er hættur á Facebook.

Ástæðan er sú að samfélagsmiðillinn hefur neitað að sjá til þess að allar pólitískar auglýsingar þar séu sannleikanum samkvæmar.

„Það eru mikil vonbrigði að #MarkZuckerberg hefur meiri áhuga á að græða heldur en að segja sannleikann og þess vegna hef ég ákveðið að eyða Facebook-aðganginum mínum,“ tísti Hamill á Twitter.

„Ég veit að heiminum er sama en ég mun sofa betur á nóttunni.“

Margir gagnrýndu Hamill á Twitter fyrir að nota vettvang sinn sem Hollywood-stjörnu til að gefa út yfirlýsingu um hreinskilni í stjórnmálum. „Takið eftir Facebook. Þið hafið misst manninn sem lék Luke Skywalker,“ skrifaði einn.

„Að hætta á Facebook leysir ekki þennan vanda,“ tísti annar. „Falskar fréttir eru alls staðar. Hvað gerist næst? Hætta á netinu?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson