Margrét hlaut Guldbaggen-verðlaun

Margrét Einarsdóttir með Guldbaggen-verðlaunin, kvikmyndaverðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar.
Margrét Einarsdóttir með Guldbaggen-verðlaunin, kvikmyndaverðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar. Ljósmynd/Guldbaggen

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hlaut í kvöld sænsku kvikmyndaverðlaunin, Guldbaggen, fyrir vinnu sína við kvikmyndina Eld & lågor, ástarsögu sem gerist í Svíþjóð á tímum síðari heimsstyrjaldar.

Margrét hefur unnið að ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum á Norðurlöndum um árabil og hefur hún þrívegis hreppt Edduverðlaun fyrir búninga í íslenskum kvikmyndum. Hún ræddi ítarlega við Sunnudagsmoggann um störf sín árið 2018.

Þá hafði hún nýlega starfað við gerð myndarinnar Eld & lågor, sem var alls tilnefnd til sex Guldbaggen-verðlauna. Um myndina og sinn þátt í henni sagði hún, í samtali við Sunnudagsmoggann:

„Þar eru bún­ing­arn­ir mikið sjón­arspil og maður seg­ir sög­una á allt ann­an hátt en maður er van­ur að gera í nú­tímaraun­sæi. Þarna fékk ég leyfi til að skapa meira og villt­ari heim en oft áður. Fyr­ir þá mynd voru all­ir bún­ing­ar hannaðir og saumaðir frá grunni. Við bjugg­um til skó, hatta og skart og allt sam­an.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.