Margrét hlaut Guldbaggen-verðlaun

Margrét Einarsdóttir með Guldbaggen-verðlaunin, kvikmyndaverðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar.
Margrét Einarsdóttir með Guldbaggen-verðlaunin, kvikmyndaverðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar. Ljósmynd/Guldbaggen

Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hlaut í kvöld sænsku kvikmyndaverðlaunin, Guldbaggen, fyrir vinnu sína við kvikmyndina Eld & lågor, ástarsögu sem gerist í Svíþjóð á tímum síðari heimsstyrjaldar.

Margrét hefur unnið að ýmsum kvikmyndum og sjónvarpsþáttaröðum á Norðurlöndum um árabil og hefur hún þrívegis hreppt Edduverðlaun fyrir búninga í íslenskum kvikmyndum. Hún ræddi ítarlega við Sunnudagsmoggann um störf sín árið 2018.

Þá hafði hún nýlega starfað við gerð myndarinnar Eld & lågor, sem var alls tilnefnd til sex Guldbaggen-verðlauna. Um myndina og sinn þátt í henni sagði hún, í samtali við Sunnudagsmoggann:

„Þar eru bún­ing­arn­ir mikið sjón­arspil og maður seg­ir sög­una á allt ann­an hátt en maður er van­ur að gera í nú­tímaraun­sæi. Þarna fékk ég leyfi til að skapa meira og villt­ari heim en oft áður. Fyr­ir þá mynd voru all­ir bún­ing­ar hannaðir og saumaðir frá grunni. Við bjugg­um til skó, hatta og skart og allt sam­an.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir snilldartakta í dag og þá sennilega á sviði sem þú áttir ekki von á vegna þekkingar- eða reynsluleysis. Opnaðu augun, einhver er ekki að standa undir væntingum þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sýnir snilldartakta í dag og þá sennilega á sviði sem þú áttir ekki von á vegna þekkingar- eða reynsluleysis. Opnaðu augun, einhver er ekki að standa undir væntingum þínum.