Með Athygli til Rotterdam

Ulrikke Brandstorp flytur lag sitt, Attention, eða Athygli, í Trondheim …
Ulrikke Brandstorp flytur lag sitt, Attention, eða Athygli, í Trondheim Spectrum í kvöld. Úrslitin réðust í bráðabana og varð örmjótt á munum milli þeirra Kristin Husøy sem flutti lagið Pray for me. AFP

Ulrikke Brandstorp frá Sarpsborg varð hlutskörpust á úrslitakvöldi forkeppni norska ríkisútvarpsins NRK fyrir Eurovision-keppnina í Rotterdam í maí sem fram fór í Þrándheimi í gær að viðstöddum 8.000 manns. Brandstorp flutti lagið Attention sem hún sjálf er höfundur að ásamt þeim Christian Ingebrigtsen og Kjetil Mørland.

Úrslitin réðust í bráðabana milli Brandstorp og Kristin Husøy með lagið Pray for me sem er hefðbundin framkvæmd á lokakvöldinu. Upphaflegan hóp skipuðu 25 flytjendur, eftir fimm undanúrslitakvöld stóðu tíu lög eftir og völdu áhorfendur fjögur þeirra með SMS-kosningu í gær og hófst þá svokallað gulleinvígi milli hinna fjögurra fræknu. Var svo aftur kosið um tvö þeirra og stóðu þær Brandstorp og Husøy þá eftir.

38 milljónir lyndistákna

Sú nýlunda var höfð nú að Noregi var skipt í fimm landshluta og atkvæði frá einum hluta í einu birt. Brandstorp tók forystuna í fyrstu tölum en Husøy rauk fram úr strax í næsta holli og var yfir allt þar til komið var að Austur-Noregi, fjölmennasta landshlutanum, enda Ósló þar. Þar marði Brandstorp sigur með tæpum 6.000 stigum, hlaut 200.345 stig á móti 194.667 stigum keppinautarins og ætlaði allt um koll að keyra í húsinu.

Kosningakerfið hrundi þegar verið var að velja þá fjóra flytjendur sem urðu hlutskarpastir fyrir gulleinvígið og hefur NRK gefið það út að 38 milljónum lyndistákna, það er broskalla og annarrar myndrænnar tjáningar, sé þar um að kenna.

Brandstorp flytur lag sitt eftir að ljóst varð um sigur …
Brandstorp flytur lag sitt eftir að ljóst varð um sigur hennar og var stemmningin í Trondheim Spectrum svo Eurovision-leg sem mest mátti vera. Skjáskot/NRK

Var þá brugðið á það ráð að virkja 30 manna neyðardómnefnd í snarhasti sem valdi það sem að mati þrjátíumenninganna voru fjögur bestu lögin og mátti þegar lesa umræður um skandal, óréttlæti og svindl á norskum netmiðlum strax eftir að útsendingu lauk í gær svo hugsanlegt er að þar spretti upp eftirmál en ólíklegt má þó telja annað en að Ulrikke Brandstorp standi á sviðinu í Rotterdam í maí og syngi um athyglina sem hún átti sannarlega óskipta á sviðinu í gær.

Norðmenn halda upp á 60 ára þátttöku sína í Eurovision í ár en fyrsta lagið sem Noregur tefldi fram var Voi Voi sem Nora Brockstedt flutti í Royal Festival Hall í London 29. mars 1960, í fimmtu Eurovision-keppninni sem haldin var, og hafnaði í 4. sæti af 13 þátttakendum en Frakkar fóru með sigur af hólmi þetta marskvöld fyrir bráðum 60 árum.

Hinir tveir flytjendurnir í gulleinvíginu með Brandstorp og Husøy voru hin rússneska Liza Vassilieva með lagið I am gay og Raylee með lagið Wild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson