Fleiri dómar falla í háskólasvindlsmálinu

Leikkonan Felicity Huffman hefur einnig fengið dóm fyrir að greiða …
Leikkonan Felicity Huffman hefur einnig fengið dóm fyrir að greiða fúlgur fjár til að koma dætrum sínum inn í háskóla. AFP

Fyrrverandi framkvæmdastjórinn Michelle Janavs var í gær dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir mútugreiðslur til að koma dætrum sínum inn í háskóla. 

Fjölskylda Janavs eru stofnendur matvælaframleiðandans Hot Pockets. Janavs hlaut dóminn fyrir að hafa greitt 100 þúsund Bandaríkjadali til Rick Singer, höfuðpaurs háskólasvindlsmálsins svokallaða sem kom upp á vormánuðum 2019.

Árið 2017 greiddi hún Singer 50 þúsund dali til að eiga við niðurstöður á ACT-prófi eldri dóttur hennar. Í janúar í fyrra gerði hún slíkt hið sama fyrir yngri dóttur sína.

Janavs játaði sök í málinu í október síðastliðnum. Auk fimm mánaða fangelsisdóms er henni gert að greiða 250 dala sekt. Ákæruvaldið fór fram á 21 mánaðar fangelsisdóm yfir Janavs. 

Þetta er ekki fyrsti dómurinn sem fellur í háskólasvindlsmálinu en leikkonan Felicity Huffman var dæmd í tveggja vikna fangelsi á síðasta ári. Á mánudag var fyrrverandi tennisþjálfari í University of Texas í Austin, Michael Center, dæmdur í sex mánaða fangelsi eftir að hafa tekið við 100 þúsund dala mútugreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes