Sambandið við Lewinsky leið til að stjórna kvíðanum

Bill Clinton og Monica Lewinsky.
Bill Clinton og Monica Lewinsky. AFP

Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að ástarsamband sitt og Monicu Lewinsky hafi verið leið til að ná valdi á kvíðaköstum. 

Clinton lét þessi ummæli falla í heimildarþáttaröð sem ber titillinn Hillary og fjallar um líf forsetaframbjóðandans fyrrverandi Hillary Clinton. 

Clinton var kærður fyrir embættisbrot árið 1998 fyrir að hafa logið að rannsakendum um samband sitt og Lewinsky. Hann var sýknaður fyrir öldungadeildinni. 

Lewinsky var 22 ára starfsnemi í Hvíta húsinu þegar ástarsamband þeirra Clintons átti sér stað. 

Clinton sagði í heimildarþáttunum að hann hefði verið undir gríðarlegu álagi en tók fram að hegðun sín hefði verið óafsakanleg. „Þér líður eins og þú sért við það að falla — þú hafir tekið þátt í bardaga sem hafi staðið yfir í 15 lotur en verið framlengdur í 30 og hér er eitthvað sem lætur þig gleyma stað og stund tímabundið,“ sagði Clinton. Hann bætti við að allir þyrftu að glíma við álag, vonbrigði og ótta. Árum saman hefði hann beitt ýmsum aðferðum til að takast á við kvíða.

Samband Clintons og Lewinsky vakti gríðarlega athygli undir lok tíunda áratugarins en forsetinn fyrrverandi neitaði fyrst um sinn ásökununum áður en hann viðurkenndi að hafa átt í „óviðeigandi nánu líkamlegu sambandi“ við Lewinsky. 

Lewinsky hefur alla tíð haldið fram að samband sitt við forsetann þáverandi hafi verið með samþykki beggja en hefur þó sagt að hann hafi misnotað vald sitt. Hún tjáði sig um sambandið í viðtali árið 2014 og sagði þá að hún hefði verið gerð að blóraböggli eftir að sambandið var opinberað. Hún sagðist hafa haft takmarkaðan skilning á afleiðingum sambandsins á sínum tíma en hún sæi alltaf eftir því.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson