Giftu sig í beinni á Instagram

Diego Aspitia og Sofia Cuggino létu útbreiðslu kórónuveirunnar ekki stoppa sig í að gifta sig. Hin nýgiftu hjón eru frá Argentínu en þar í landi tók útgöngubann gildi í síðustu viku. Þrátt fyrir það giftu þau sig í beinni útsendingu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Aspitia og Cuggino hringdu myndsímtal í prestinn sinn og streymdu svo brúðkaupinu fyrir fjölskyldu sína og vini.

„Brúðkaup er eitt af merkilegustu viðburðum lífsins. Það tók okkur smá stund að meðtaka hugmyndina um að við myndum ekki fá að halda brúðkaup eins og okkur langað til. En við lögðum drauma okkar til hliðar fyrir almannahag. Við ætlum að vera heima, við virðum útgöngubann og við erum hamingjusöm með það,“ sagði Aspitia í viðtali við Buenos Aires Times

Aspitia og Cuggino voru nýflutt inn í nýja íbúð þegar brúðkaupið átti sér stað og fengu þau að nýta sér þráðlaust Internet nágrannana til að halda athöfnina. 

Um 400 „gestir“ fylgdust með beinu útsendingunni sem fór fram á laugardaginn síðastliðinn. 

„Þegar öllu var aflýst þurftum við að hugsa um það sem skiptir mestu máli, og það sem skipti okkur mestu máli var að fólk gæti orðið vitni að vígslunni og fá blessun þeirra. Og það var bara það sem gerðist. Það var engin veisla, það var enginn matur og enginn kjóll,“ sagði Cuggino. 

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við vini eða milli hópa einkennast af hlýju og vinskap. Að næra þann hluta af sjálfum þér bætir samböndin og gefur listaverkum þínum meiri dýpt.