Áhrifavaldur sem sleikti klósettsetu með veiruna

Larz er með kórónuveiruna.
Larz er með kórónuveiruna. skjáskot/Instagram

Áhrifvaldur í Bandaríkjunum sem tók þátt í áskoruninni sem fól í sér að sleikja klósettsetu segir að hann hafi greinst með kórónuveiruna. 

Áhrifavaldurinn sem gengur undir nafninu Larz and GayShawnMendes á Twitter segir í nýrri færslu sinni að hann sé með veiruna. Hann hefur síðan eytt aðgangi sínum að samfélagsmiðlinum. 

Larz birti einnig myndband af sjálfum sér liggjandi í sjúkrahúsrúmi. Hann greindist með smit aðeins nokkrum dögum eftir að hann deildi mynd af sér að sleikja klósettsetu á almenningsklósetti. 

Annar áhrifavaldur, Ava Lousie, hóf áskorunina á TikTok fyrr í mánuðinum þegar hún birti myndband af sér sleikja klósettsetu í flugvél. Hún birti myndbandið í þeim tilgangi að rugla í fjölmiðlum. Hún hlaut mikla gagnrýni í kjölfarið.

View this post on Instagram

I got diagnosed with Coronavirus 😥

A post shared by LARZ (@larz) on Mar 25, 2020 at 6:27pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes