Prinsinn við góða heilsu og kominn úr einangrun

Karl Bretaprins hefur náð sér af veirunni.
Karl Bretaprins hefur náð sér af veirunni. AFP

Karl Bretaprins er kominn úr einangrun, sjö dögum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Karl var aðeins með væg einkenni veirunnar. BBC greinir frá. 

Eiginkona Karls, Kamilla hertogaynja af Cornwall, fór einnig í sýnatöku en greindist ekki með veiruna. Hún fór þó í sjálfskipaða einangrun í kjölfarið. 

Samkvæmt talsmanni konungsfjölskyldunnar er Karl við góða heilsu og fylgir hann nú fyrirmælum stjórnvalda. Karl eyddi tíma sínum í einangrun í Balmoral á Skotlandi. 

Karl hitti móður sína, Elísabet Englandsdrottningu síðast 12. mars síðastliðinn en hún er við góða heilsu og dvelur í Windsor á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes