Playboy-stjarna greinist með veiruna

Shanna Moakler er með veiruna.
Shanna Moakler er með veiruna. Skjáskot/Instagram

Fyrrverandi Playboy-fyrirsætan Shanna Moakler greindi frá því á dögunum að hún hafi greinst með kórónuveiruna. 

„Ég fékk niðurstöður prófsins í gær og ég er jákvæð. Þeir halda að ég sé á degi 7 í veikindunum,“ sagði Moakler á Instagram. 

Moakler sagðist vera með hita, hósta og allskonar einkenni. „Fyrst og fremst er ég svo ótrúlega þreytt að ég get varla lýst því,“ sagði Moakler. 

Hin 45 ára gamla fyrirsæta segir að hún vinni nú náið með lækni og næringarfræðingi til að styrkja ónæmiskerfið svo hún verði betur í stakk búin til að berjast gegn veirunni. 

Moakler endaði spjallið um kórónuveiruna á léttu nótunum en á sama degi í fyrra fótbrotnaði hún. 

„Á þessum degi í júlí í fyrra fótbrotnaði ég og núna veiktist ég af kórónuveirunni. Þannig ég ætla bara að taka júlí útúr dagatalinu mínu því það er ekki minn mánuður,“ sagði Moakler.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.