Segist hafa verið hrædd við Cruise

Breska leikkonan Thandie Newton segist hafa verið mjög hrædd við …
Breska leikkonan Thandie Newton segist hafa verið mjög hrædd við Tom Cruise við tökur á Mission Impossible. CHRIS DELMAS

Breska leikkonan Thandie Newton segist hafa verið mjög hrædd við Tom Cruise við tökur á Mission Impossible árið 2000. Í viðtali við Vulture segir hún Cruise vera mjög yfirþyrmandi einstaklingur.

„Ég var svo hrædd við hann. Hann er mjög yfirþyrmandi einstaklingur. Hann reynir afar mikið að vera góð manneskja. En álagið. Hann tekur mikið á sig,“ segir Newton.

Newton rifjar upp eitt skipti við tökur á myndinni þar sem hann varð mjög pirraður á frammistöðu hennar. „Tom var ekki ánægður með það sem ég var að gera. Ég fékk verstu línurnar og hann verður svo pirraður.“ Þá á Cruise að hafa reynt að hjálpa henni með að leika fyrir hana línurnar á meðan þau æfðu sig fyrir atriðið. Það hafi ekki bætt líðan hennar. „Þetta varð bara til þess að ég dró mig enn meir til baka á stað skelfingar og óöryggis. Það var leitt. Hann var að reyna sitt besta en hann var mjög stressaður,“ segir Newton.

Tom Cruise er sagður yfirþyrmandi.
Tom Cruise er sagður yfirþyrmandi. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða málin í einlægni við vinkonu þína. Einhver ný manneskja kemur inn í líf þitt með mikinn lærdóm.