Sérfræðingur tjáir sig um andlit Cruise

Tom Cruise á hafnaboltaleik á dögunum og Tom Cruise á …
Tom Cruise á hafnaboltaleik á dögunum og Tom Cruise á tökustað Imisson Impossible í fyrra. Samsett mynd

Breytt andlit Toms Cruise vakti athygli í vikunni. Veltu margir fyrir sér hvort leikarinn hefði fitnað eða fengið sér fyllingar í kinnarnar. Sérfræðingur sem The Sun ræðir segir að skurðaðgerð geti skýrt útlit stjörnunnar. 

„Tom lítur út fyrir að vera bólginn sem gæti verið vegna fyllinga, bólgu eftir aðgerð eða þyngdaraukningar,“ segir dr. Alice Henshaw hjá Harley Street Injectables en stofan sérhæfir sig í fegrunaraðgerðum. 

„Ég held að áður hafi hann fengið fyllingar undir augun og í kringum nef og munn en þetta er öðruvísi. Mynd frá hlið sýnir að hálsinn á honum er frekar bólginn. Fylliefni væri ekki sett á þetta svæði sem sýnir að þetta er frekar bólga eða þyngdaraukning,“ segir Henshaw.

Miðað við bólguna segir Henshaw líklegt að Cruise hafi farið í skurðaðgerð til þess að laga kjálkalínuna eða laga gamla húð á hálsinum. Slíkar aðgerðir sem og andlitslyfting geti valdið bólgum. 

Hvað viðkemur unglegu útliti Cruise er Henshaw handviss um að stjarnan hafi farið í hárígræðslu. Hárlína hins tæplega sextuga Toms hefur eiginlega ekkert breyst; hárið hefur bara aðeins þynnst, sem bendir til þess að hann hafi farið í hárígræðslu.“

Tom Cruise í sumar.
Tom Cruise í sumar. AFP
mbl.is