Fyrrverandi kærustur verja Depp

Johnny Depp eftir áttunda dag réttarhaldanna.
Johnny Depp eftir áttunda dag réttarhaldanna. AFP

Leikkonurnar Winona Ryder og Vanessa Paradis segja báðar að leikarinn Johnny Depp sé ekki ofbeldisfullur líkt og fyrrverandi eiginkona hans, Amber Heard, hefur haldið fram á síðustu árum. 

Depp hefur nú höfðað meiðyrðamál gegn breska fjölmiðlinum The Sun og standa réttarhöld yfir um þessar mundir. Bæði Ryder og Paradis bera vitni í réttarhöldunum. 

Ryder var í sambandi með Depp í fjögur ár, frá 1989 til 1993. „Hann var besti vinur minn og jafn náinn mér og fjölskyldan mín. Ég tel samband okkar sem eitt af því þýðingarmesta í mínu lífi,“ sagði Ryder.

Winona Ryder og Johnny Depp voru saman í 4 ár.
Winona Ryder og Johnny Depp voru saman í 4 ár. Mark Sullivan

„Ég skil að það er mjög mikilvægt að ég tali út frá minni eigin reynslu, þar sem ég var augljóslega ekki til staðar á meðan hann var giftur Amber. Mín reynsla er svo ótrúlega ólík hennar og ég var í algjöru áfalli og ringluð þegar ég heyrði ásakanirnar gegn honum,“ sagði Ryder. 

Hún sagði hugmyndina um að Depp væri ofbeldisfullur vera fjarri sér. „Hann beitti mig aldrei ofbeldi og var aldrei ofbeldisfullur gagnvart neinum. Ég þekki hann bara sem góðan mann, elskulegan og hugulsaman mann sem passaði vel upp á mig og fólkið sem hann elskaði. Mér leið mjög örugg með honum,“ sagði Ryder.

Hún sagðist ekki vilja kalla neinn lygara en að upplifun hennar af Depp væri mjög ólík því sem komið hefur fram í réttarhöldunum.

Johnny Depp og Vanessa Paradis árið 2010.
Johnny Depp og Vanessa Paradis árið 2010. MARTIN BUREAU

Paradis og Depp voru gift í fjórtán ár og eiga saman tvö börn. Hennar vitnisburður var sambærilegur vitnisburði Ryder.

„Ég hef þekkt Johnny í meira en 25 ár. Við vorum í sambandi í 14 ár og við ólum börnin okkar tvö upp saman. Í gegnum öll þessi ár hefur Johnny bara verið góður, hugulsamur, gjafmildur og alls ekki ofbeldisfull manneskja og faðir,“ sagði Paradis.

Hún sagði að við tökur á kvikmyndum væru allir mjög hrifnir af honum því hann væri ekki hrokafullur og bæri virðingu fyrir öllum. Hún sagðist vera meðvituð um ásakanir Heard gegn Depp en að þær ásakanir væru ólíkar manninum sem hún þekkti. 

„Ég hef séð að þessar svívirðilegu ásakanir hafa haft mikil áhrif á hann og haft mikil áhrif á starfsferil hans vegna þess að fólk trúir þessum fölsku ásökunum, því miður. Það er ótrúlega sárt þar sem hann hefur hjálpað svo mörgum með góðmennsku sinni og gjafmildi,“ sagði Paradis. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú fylgir sannfæringu þinni þessa dagana og uppskerð ríkulega. Einbeittu þér að því sem þú ert best/ur í, skipulagi.