Naya Rivera borin til grafar

Naya Rivera hefur verið borin til grafar.
Naya Rivera hefur verið borin til grafar. AFP

Leikkonan Naya Rivera var lögð til hinstu hvílu í Forest Lawn Memorial-kirkjugarðinum í Los Angeles 24. júlí síðastliðinn, tveimur vikum eftir að hún drukknaði í Piru-vatni. 

Rivera var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Glee þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santönu Lopez. 

Hinn 9. júlí leigði Rivera bát á Piru-vatni í Ventura-sýslu ásamt fjögurra ára syni sínum. Um kvöldið fannst báturinn á reki og sonurinn sofandi í bátnum. Leikkonuna var hvergi að finna. Hennar var leitað í fimm daga og að lokum fannst hún látin í vatninu. Réttarmeinarfræðingur staðfesti tveimur dögum seinna að hún hefði drukknað. Hún var 33 ára gömul.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það skiptir öllu í samstarfi að menn virði skoðanir hvers annars og nái samkomulagi um það sem máli skiptir. Að öðrum kosti talarðu fyrir daufum eyrum.