Gerir allt til þess að laga hjónabandið

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian gerir nú allt sem í hennar valdi stendur til þess að bjarga hjónabandi hennar og Kanye West. Kórónuveirufaraldurinn er sagður hafa farið illa með West sem glímir við geðhvörf. Hann talaði meðal annars opinskátt um einkalíf sitt í óþökk eiginkonu sinnar. 

„Kim einbeitir sér að því að laga samband sitt við Kanye og hefur verið upptekin við að sjá um börnin og hann,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. Kardashian er sögð hafa gert mjög mikið til þess að hjálpa West og styðja við bakið á honum á meðan hann glímir við andleg veikindi. Hún vill láta hann finna fyrir því að hún styður hann í gegnum súrt og sætt. 

Kardashian Vonast til þess að þau hjónin geti gleymt því sem hefur gengið á síðustu mánuði en þau eiga fjögur ung börn saman. Það hefur mikið gengið á í hjónabandinu og West hefur ekki getað verið til staðar fyrir fjölskylduna. „En að lokum vill Kim bara halda öllum saman og vinna úr þessu fyrir börnin.“

Undanfarnir mánuðir hafa ekki verið auðveldir fyrir Kanye West og …
Undanfarnir mánuðir hafa ekki verið auðveldir fyrir Kanye West og Kim Kardashian. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhrædd/ur við að kanna hluti og draga síðan af þeim lærdóm sem þú getur nýtt þér til framtíðar. Ekkert er eins vont og óvissan.