Hvernig fer hann að þessu?

Eddie Van Halen er goðsögn í rokkheimum.
Eddie Van Halen er goðsögn í rokkheimum. Wikimedia

Margir hafa minnst Eddies Van Halens, eins fremsta gítarleikara rokksögunnar, en hann lést af völdum krabbameins í vikunni, 65 ára gamall. Og risastór orð fylgja honum yfir móðuna miklu. 

„Eddie Van Halen var bráðsnjall gítarleikari sem fann upp tækni sem heil kynslóð gítarleikara hefur tekið upp eftir honum. […] Frank Zappa sagði að Eddie hefði enduruppgötvað gítarinn. Ég er honum sammála.“

Það er ekki amalegt að fá slík eftirmæli frá þungavigtarmanni í rokksögunni en Ritchie Blackmore, oftast kenndur við Deep Purple, hafði þetta um Eddie Van Halen að segja í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér eftir að fregnir bárust af andláti kollega hans í vikunni.

Og Blackmore var ekki hættur. „Hann var einn af ljúfustu tónlistarmönnum sem ég hef hitt í bransanum. Mjög feiminn og laus við allt yfirlæti vegna getu sinnar sem gítarleikari. […] Hans verður sárt saknað en arfleifðin verður alltaf í hávegum höfð. Hin endanlega gítarhetja.“

Talandi um Frank Zappa þá minntist sonur hans, Dweezil, Van Halens á heimasíðu sinni: „Tónlistin breyttist fyrir fullt og fast þegar Edward Van Halen var kynntur til sögunnar og verður aldrei söm eftir ótímabært brotthvarf hans. Enn þann dag í dag er ekki til frumlegra gítarintró en „Mean Street“. Það er eins flókið og það var fyrir 39 árum þegar menn klóruðu sér í höfðinu og spurðu: Hvernig fer hann að þessu? Sama má segja um „Eruption“ af fyrstu plötunni. Hann var svo mikill frumkvöðull að ólíklegt er að við eigum nokkurn tíma eftir að hætta að spyrja okkur að þessu.“

Tæknilegt undur

Ozzy Osbourne sagði í samtali við tímaritið Rolling Stone að Van Halen hefði verið einstakur listamaður og tæknilegt undur. „Ég kunni líka að meta það við Eddie að hann var alltaf með breitt bros á vör og maður gat ekki skilið það öðruvísi en að hann nyti hverrar sekúndu á sviðinu. Ég held að það hafi ekki verið neitt sýndarbull; þegar hann var þarna uppi leit alltaf út fyrir að hann hefði aldrei á ævinni skemmt sér betur.“

Sharon Osbourne, eiginkona og umboðsmaður Ozzys, sagði Eddie Van Halen hafa gert mikið fyrir tónlistina og gott yrði að ylja sér við plöturnar sem hann skildi eftir sig og minningarnar. „Ég var svo lánsöm að þekkja hann. Ég fylgdist með ferli hans alla tíð, frá því áður en hann komst á plötusamning. Van Halen kom reglulega fram á Whiskey á Sunset. Ég fór vikulega að sjá þá. Alveg ótrúlegt, ótrúlegt band. Eddie og bróðir hans – hrein náttúruundur,“ sagði hún í spjallþætti sínum í Bandaríkjunum, Spjallinu.

Upptökustjórinn Quincy Jones, sem fékk Van Halen til að taka víðfrægt gítarsóló í einu frægasta lagi Michaels Jacksons, Beat It, á metsöluplötunni Thriller, minntist hans líka á Twitter. „Hvíl í friði, Eddie Van Halen hinn mikli. Enda þótt ég þyrfti að hringja tvisvar til að sannfæra þig um að það væri í raun og sann ég í símanum þá negldirðu þetta á Thriller og hið klassíska gítarsóló þitt í Beat It verður aldrei leikið eftir. Ég mun alltaf minnast samstarfs okkar með bros á vör.“

Nánar er fjallað um Eddie Van Halen í laugardags- og sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson