Hrædd við að rekast á meðlimi konungsfjölskyldunnar

Leikkonan Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu.
Leikkonan Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Emma Corrin, sem fer með hlutverk Díönu prinsessu í fjórðu seríu af Krúnunni á Netflix, segir að það yrði mjög stressandi ef hún rækist á meðlim bresku konungsfjölskyldunnar á götu. 

„Ég held það yrði pínu eins og að rekast á fyrrverandi í partíi,“ sagði Corrin í Today show í vikunni. 

Í viðtali við Variety sagði Corrin einnig að líf hennar hefði breyst töluvert eftir að hún fékk hlutverkið og að leikstjórinn Benjamin Caron hefði varað hana við því að líf hennar gæti orðið frekar líkt lífi Díönu prinsessu á tímabili eftir þættina. 

„Ben sagði við mig að ef ég yrði einhvern tímann elt af ljósmyndara, nafnið mitt endaði í blöðunum, ég væri umkringd flassi myndavéla eða mér fyndust aðstæðurnar yfirþyrmandi, þá væru þetta nákvæmlega þær tilfinningar sem Díana hefði upplifað. Hann sagði að við myndum eiga sambærilega upplifun. Þátturinn hefur nú þegar breytt lífi mínu að einhverju leyti og ég býst við að þegar hann kemur út verði þetta frekar klikkað í einhvern tíma,“ sagði Corrin.

Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu og Krúnunni.
Emma Corrin í hlutverki Díönu prinsessu og Krúnunni. Ljósmynd/Netflix
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson