Útskýrir slæma kossa

Matthew McConaughey hefur kysst Kate Hudson á hvíta tjaldinu.
Matthew McConaughey hefur kysst Kate Hudson á hvíta tjaldinu. AFP

Leikarinn Matthew McConaughey ákvað að útskýra af hverju leikkonan Kate Hudson sagði kossa þeirra á hvíta tjaldinu ekki hafa verið mjög góða. McConaughey kenndi aðstæðunum um slæma frammistöðu.

Í október sagði Hudson í hlaðvarpsþætti við Gwyneth Paltrow að hún ætti enn eftir að upplifa besta kossinn í vinnunni. Þrátt fyrir þessa staðhæfingu hefur Paltrow nokkrum sinnum kysst kyntröllið McConaughey. 

„Við fengum aldrei rómantíska kossinn okkar,“ sagði leikarinn í nýlegu viðtali við Yahoo. Hann segir til dæmis erfitt að kyssast úti í sjó við erfiðar aðstæður og leika í rómantísku atriði.  

„Svo margir af kossum okkar Kate hafa verið vandræðalegir,“ sagði McConaughey. „Við erum enn bara, hey, getum við einhvern tímann fengið að kyssast þar sem hitastigið er í lagi? Þegar sjórinn er ekki að sópa okkur í burtu? Enginn er að henda einhverju ofan á okkur?“

Kate Hudson.
Kate Hudson. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.