Útskýrir slæma kossa

Matthew McConaughey hefur kysst Kate Hudson á hvíta tjaldinu.
Matthew McConaughey hefur kysst Kate Hudson á hvíta tjaldinu. AFP

Leikarinn Matthew McConaughey ákvað að útskýra af hverju leikkonan Kate Hudson sagði kossa þeirra á hvíta tjaldinu ekki hafa verið mjög góða. McConaughey kenndi aðstæðunum um slæma frammistöðu.

Í október sagði Hudson í hlaðvarpsþætti við Gwyneth Paltrow að hún ætti enn eftir að upplifa besta kossinn í vinnunni. Þrátt fyrir þessa staðhæfingu hefur Paltrow nokkrum sinnum kysst kyntröllið McConaughey. 

„Við fengum aldrei rómantíska kossinn okkar,“ sagði leikarinn í nýlegu viðtali við Yahoo. Hann segir til dæmis erfitt að kyssast úti í sjó við erfiðar aðstæður og leika í rómantísku atriði.  

„Svo margir af kossum okkar Kate hafa verið vandræðalegir,“ sagði McConaughey. „Við erum enn bara, hey, getum við einhvern tímann fengið að kyssast þar sem hitastigið er í lagi? Þegar sjórinn er ekki að sópa okkur í burtu? Enginn er að henda einhverju ofan á okkur?“

Kate Hudson.
Kate Hudson. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.