Dolly kemur með jólin til þín

Dolly Parton gefur bæði jólamynd og jólaplötu út fyrir þessi …
Dolly Parton gefur bæði jólamynd og jólaplötu út fyrir þessi jól. Skjáskot/Netflix

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur haft í nægu að snúast í marga áratugi og virðist bara halda áfram að gefa af sér. Parton lagði ekki bara milljónir í rannsóknir á bóluefni við Covid-19 heldur hefur hún unnið að netflix-kvikmynd fyrir jólin auk þess sem hún gefur út sína fyrstu jólaplötu í 30 ár.

Jólamyndin sem Parton gefur út fyrir jólin heitir Christmas on the Square og er söngleikur. Myndin er sögð vera jólaútgáfa af Fame en hún fjallar um íbúa smábæjarins Fullerville sem eiga á hættu að missa heimili sín.

Jólaplatan, A Holly Dolly Christmas, mun án efa bæta og kæta hvern þann sem setur hana á fóninn. Platan er fyrsta jólaplatan hennar í 30 ár og á henni eru nokkur ný lög. Með henni á plötunni eru þekkt nöfn á borð við Jimmy Fallon og Miley Cyrus.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjálfstraust byggist hægt og sígandi, enda er sígandi lukka best. Gamall vinur sendir þér skilaboð, þú ættir að vanda svar þitt vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjálfstraust byggist hægt og sígandi, enda er sígandi lukka best. Gamall vinur sendir þér skilaboð, þú ættir að vanda svar þitt vel.