Leikarinn á bak við Svarthöfða látinn

Dave Prowse lék Svarthöfða í fyrstu þremur Stjörnustríðsmyndunum.
Dave Prowse lék Svarthöfða í fyrstu þremur Stjörnustríðsmyndunum. Lucasfilm

Leikarinn Dave Prowse er látinn, 85 ár að aldri, eftir stutt veikindi, en Prowse er líklegast þekktastur fyrir að hafa leikið sjálfan Svarthöfða í upprunalegu þremur Stjörnustríðsmyndunum.

Prowse hóf feril sinn sem kraftlyftingamaður og keppti meðal annars fyrir hönd Bretlands á heimsveldisleikunum árið 1962. Er hann sagður hafa orðið góður vinur tveggja mótherja sinna á þessum tíma sem síðar urðu frægir á öðrum vettvangi, þeim Arnold Schwarzenegger og Lou Ferrigno, en sá síðarnefndi lék Hulk í samnefndum sjónvarpsþáttum.

Áður en kvikmyndaferill hans hófs hafði Prowse meðal annars verið einkaþjálfari Christopher Reeve fyrir hlutverk hans í Superman kvikmyndinni.

Dave Prowse árið 2009.
Dave Prowse árið 2009.

Það var svo árið 1967 sem hann fékk sitt fyrsta hlutverk í James Bond myndinni Casino Royale, en í gegnum feril sinn lét Prowse ítrekað skrímsli eða aðrar ófrýnilegar verur, eins og skrímsli Frankensteins.

George Lucas, höfundur Stjörnustríðsmyndanna, kom auga á Prowse þegar hann lék lífvörð árið 1971 í mynd Stanleys Kubricks, Clockwork orange. Fékk Lucas Prowse til að koma í prufu fyrir fyrstu Stjörnustríðsmyndina, en Prowse mátaði sig bæði í hlutverk Svarthöfða og Chewbacca. Sagði hann í viðtali síðar að hann hefði valið Svarthöfða þar sem „vondi karlinn“ væri alltaf minnisstæðari.

Þó hlutverk Prowse sé eitt það þekktasta í kvikmyndasögunni er þó annar leikari sem var fenginn til að tala fyrir Svarthöfða, eða James Earl Jones.

Þó hlutverk Svarthöfða sé þekktasta hlutverk Prowse hefur hann sagt að hlutverk sitt sem ofurhetjan „Green cross code man“ hafi verið besta hlutverk sitt á ferlinum, en það var hluti af umferðaöryggisverkefni í Bretlandi á áttunda og níunda áratuginum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson