Anderson gifti sig í leyni á aðfangadagskvöld

Pamela Anderson.
Pamela Anderson. AFP

Leikkonan Pamela Anderson giftist lífverði sínum Dan Hayhurst þann 24. desember síðastliðinn. Brúðkaupstilkynningin þykir koma nokkuð á óvart en þau hafa aðeins verið saman í um hálft ár. 

Anderson og Hayhurst gengu í það heilaga á heimili hennar í Kanada sem hún keypti af ömmu sinni og afa fyrir 25 árum síðan. „Foreldrar mínir giftu sig hér og þau eru enn þá saman,“ sagði Anderson um brúðkaupið. 

Þetta er fjórði eiginmaður Anderson en hún giftist tónlistarmanninum Tommy Lee árið 1995. Þau skildu árið 1998. Hún giftist og skildi við Kid Rock árið 2006. Hún giftist svo framleiðandanum Rick Solomon tvisvar, árin 2007 og 2013, en hann lét ógilda bæði hjónaböndin innan við ári eftir að þau giftu sig. 

Í janúar á síðasta ári sagðist Anderson hafa gifst kvikmyndaframleiðandanum Jon Peters. Áttu dögum seinna greindi hún frá því að þau væri hætt saman. Hún opnaði sig síðar um að þau hafi aldrei verið löglega gift. 

Anderson birti mynd af sér á Instagram í gær þar sem hún sagði að þetta væri hennar síðasta færsla á samfélagsmiðlum. Hún sagðist aldrei hafa verið hrifin af samfélagsmiðlum til að byrja með og hyggst láta þá alveg í friði hér eftir. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Liza Marklund
4
Mohlin & Nyström, Peter Nyström og Peter Mohlin

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Besta leiðin til þess að bæta samskiptin er að breyta sjálfum sér.