Snýr aftur sem Frasier

Kelsey Grammer.
Kelsey Grammer. Getty Images

Grínleikarinn Kelsey Grammer snýr sem Dr. Frasier Crane í nýjum sjónvarpsþáttum um geðlækninn á nýju streymisveitunni Paramount+. Grammer segist vera spenntur að fyrir næsta kafla í lífi Dr. Frasier Crane. Auk þess að leika Frasier tekur leikarinn þátt í að framleiða þættina. 

David Staph forseti CBS Studios segir í tilkynningu á vef Variety að Fraiser sé einn best heppnaðasta sjónvarpsþáttur í nútímasjónvarpssögu. „Aðdáendur hans hafa lengi beðið eftir endurkomu og því kalli hefur nú verið svarað þökk sé hinum frábæra Kelsey Grammer sem birtist aftur í hlutverki sínu sem Dr. Frasier Crane.“

Grammer lék Frasier í Staupasteini, Wings en lengst af í Frasier. Er hann margverðlaunaður fyrir hlutverk sitt. Frasier vann 37 Emmy-verðlaun en þáttaraðirnar voru samtals 11 og þættirnir 264. Í þáttunum léku einnig David Hyde Pierce Jane Leeves og Peri Gilpin en nöfn þeirra eru ekki uppi núna í tengslum við endurkomuna. John Mahoney sem lék föður Frasier er látinn. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að læra heilmikið á sviði vissrar lífskúnstnar. Stundum borgar það sig að hafa fyrir hlutunum.