Odom hraunaði yfir fyrrverandi

Lamar Odom.
Lamar Odom. Rich Fury

Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Lamar Odom hraunaði yfir fyrrverandi kærustuna sína, Sabrinu Parr, í viðtali við The Real í vikunni. Þar sakaði hann hana um að hafa reynt að nýta sér frægð hans til að verða sjálf fræg. 

Odom og Parr slitu trúlofun sinni í lok síðasta árs eftir rúmlega árs samband, en Odom bað hennar eftir 3 mánaða samband.

„Hún sveik mig. Ég trúði henni alltaf. Hún var alltaf að ljúga í mig, allan tímann,“ sagði Odom. Odom og Parr voru að undirbúa raunveruleikaþátt saman og höfðu tekið upp hluta af þáttunum. Hann segir að Parr og umboðsmaður hennar hafi gefið út hluta þáttanna án þess að láta hann vita. 

„Þetta var bara um mig og hana. Ég vissi hvað ég var að gera og hvað ég hafði skrifað undir. En ég myndi halda að þegar þú gefur út þætti, þá myndirðu láta mig vita. Það var illa gert af henni. Eitthvað sem ég get ekki borið virðingu fyrir,“ sagði Odom. 

Hann segir að örlög sambandsins hafi gert hann leiðan og að honum líki ekki þegar einhver reyni að notfæra sér hann, sérstaklega til að reyna að hagnast fjárhagslega.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.