Neyðarfundur vegna Harry og Meghan

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ásamt Elísabetu Englandsdrottningu.
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, ásamt Elísabetu Englandsdrottningu. AFP

Breska konungsfjölskyldan er búin að halda neyðarfund vegna þess sem kom fram í viðtali Opruh Winfrey við Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju af Sussex. Enn hefur ekkert heyrst frá Buckingham-höll sem er þó sögð funda að því fram kemur á vef BBC

Viðtalið við Harry og Meghan var sýnt í Bretlandi og á Íslandi í gær en aðfaranótt mánudags í Bandaríkjunum. Í viðtalinu talaði Meghan um hversu illa henni leið í konungfjölskyldunni auk þess sem hjónin sökuðu háttsettan ættingja auk fjölmiðla um kynþáttafordóma. 

Daniela Relph, sérfræðingur BBC í bresku konungfjölskyldunni, segir það ekki hjálpa Buckingham-höll til lengri tíma að þegja um ummæli Harry og Meghan. Drottningin er ólíkleg til þess að ana út í neitt. 

Á vef Daily Mail kemur fram að Elísabet Englandsdrottning, Karl Bretaprins og Vilhjálmur hafi fundað í gær. Aðili sem þekkir til sagði fólk í höllinni vera í áfalli og sorgmætt. Harry hafi ýtt á sprengjutakka í eigin fjölskyldu. 

Á meðan ekkert heyrist frá Buckingham-höll hrósaði talsmaður Joe Bidens Bandaríkjaforseta öllum þeim sem hafa hugrekki til þess að tala um andlega heilsu sína. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagðist ekki ætla að tjá sig um viðtalið.

Fjölskyldan er sögð hafa fundað vegna viðtals Opruh Winfrey við …
Fjölskyldan er sögð hafa fundað vegna viðtals Opruh Winfrey við Harry og Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson