Sonur Kardashian í jakka frá 66° Norður

Kourtney Kardashian ásamt syni sínum Reign.
Kourtney Kardashian ásamt syni sínum Reign. Skjáskot/Instagram

Reign Disick, yngsti sonur raunveruleikastjörnunnar Kourtney Kardashian, klæddist regnjakka frá 66° Norður á nýjustu mynd móður sinnar á Instagram. Jakkinn hefur vakið töluverða athygli og sagði vinur Kardashian systranna að hann langaði í jakkann hans.

Kardashian er núna í vorfríi með börn sín í Deer Valley í Utah í Bandaríkjunum.

Jakkinn sem Reign litli klæðist er Mímir pollajakki og með appelsínugulu felulitamynstri. Kardashian-systur eru þekktar fyrir að vera alltaf með puttann á púlsinum í tískuheiminum og klæða börnin sín aðeins í það flottasta hverju sinni. Kardasian er líka Íslandsvinkona en þær systur Kourtney og Kim komu hingað til lands árið 2016. 

Hvort Kardashian hafi keypt jakkann í Íslandsferðinni er óvíst, en jakkinn er í það minnsta frá 66° Norður. mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert uppfullur af hugmyndum og fleiri streyma að þér úr öllum áttum. Forðastu margmenni og settu mörk í félagslífinu.