Mun aldrei gleyma Íslandsferðinni

Kourtney Kardashian í Bláa lóninu.
Kourtney Kardashian í Bláa lóninu. Ljósmynd/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian deildi á dögunum persónulegum leiðarvísi um Íslandsför Kardashian-systranna á heimasíðu sinni. Í pistlinum fór Kourtney yfir ferðasöguna og deildi með lesendum sínum hvað henni þótti skemmtilegast að gera á Íslandi, hver væru bestu hótelin og veitingastaðirnir.

Það er óhætt að segja að Kourtney hafi skemmt sér vel en hún mætti hingað til lands í apríl ásamt systur sinni Kim Kardashian, eiginmanni hennar Kanye West og fríðu föruneyti. Hugmyndina að Íslandsförinni áttu þau Kim og Kanye en rapparinn tók upp tónlistarmyndband hér á landi í ferðinni. Kourtney hafði hins vegar alltaf langað að koma hingað til lands og ákvað því að nýta tækifærið.

Chillin' on a glacier. Literally. ❄️

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Apr 18, 2016 at 1:26pm PDT

 „Við fórum í Bláa lónið eitt kvöldið sem er alveg ótrúlega fallegt. Síðan sáum við líka Geysi og Gullfoss,“ sagði Kourtney í pistlinum. Þá sagði hún Hallgrímskirkju afar fallega og eitt af hennar uppáhaldsaugnablikum í ferðinni hafi verið að horfa yfir Reykjavík úr turni kirkjunnar.

„Hótel Rangá var mjög skemmtileg upplifun. Hvert herbergi er innréttað eftir mismunandi löndum og það var mjög gaman að fara í herbergin hjá hinum og sjá í hvaða landi þeir voru að gista.“ Í borginni gisti hópurinn á 101 Hótel sem Kourtney lýsir sem afar fallegu litlu hóteli.

Meðan á ferðinni stóð átti Kourtney 37 ára afmæli en svo virðist sem hún hafi notið dagsins í botn á Íslandi. „Ég mun aldrei gleyma þessari ferð, þetta var ógleymanleg upplifun.“

Went to the most beautiful church today. 🙏🏼

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Apr 18, 2016 at 1:18pm PDT

ICELAND

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Apr 17, 2016 at 1:03pm PDT

Eski-ho.

A photo posted by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on Apr 19, 2016 at 12:01pm PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál