„Við erum eitthvað“

Emma Watson er í góðu sambandi við Tom Felton sem …
Emma Watson er í góðu sambandi við Tom Felton sem lék með henni í Harry Potter-myndunum. AFP

Harry Potter-stjörnurnar Emma Watson og Tom Felton eru sögð hafa verið meira en bara vinir á einhverjum tímapunkti, að minnsta kosti voru tilfinningarnar eldheitar. Felton var spurður út í rómantískt samband þeirra á dögunum en gaf þó ekki of mikið upp. 

„Við erum eitthvað,“ sagði Felton í viðtali á vef ET. „Við höfum verið mjög náin lengi. Ég dýrka hana. Mér finnst hún frábær. Vonandi fæ ég líka hrós frá henni.“

Felton vildi þó ekki beint segja að þau Watson ættu í ástarsambandi og virðist samband þeirra í dag vera bara vinasamband. „Hvað rómantísku hliðina varðar þá hugsa ég um þetta eins og Slytherin/Gryffindor frekar en Tom-og-Emmu-eitthvað. Mér finnst mikið til hennar koma,“ sagði Felton. Hann sagðist hafa talað við Watson aðeins nokkrum dögum fyrir viðtalið. Samtal þeirra snerist um ósköp hversdagslega hluti á borð við eldhúsvaskinn og hundamat. 

Felton lék hinn illgjarna Draco Malfoy en Watson hina gáfuðu Hermione Granger. Leikarinn segist vera í góðu sambandi við mótleikara sína úr myndunum.

Ralph Fiennes, Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint og Tom …
Ralph Fiennes, Daniel Radcliffe, Emma Watson, Rupert Grint og Tom Felton árið 2010. REUTERS
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.