Zellweger orðuð við sjónvarpsstjörnu

Renée Zellweger.
Renée Zellweger. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Renée Zellweger er sögð vera að hitta ensku sjónvarpsstjörnuna Ant Anstead. Sambandið, ef samband skyldi kalla, er glænýtt. Anstead er nýskilinn við eiginkonu sína, Christinu Haack. 

Zellweger og Anstead hittust fyrr í mánuðnum að sögn heimildarmanna TMZ. Stjörnurnar voru að taka upp þátt sem Anstead stjórnar á streymisveitunni Discovery+. Zellweger er sögð hafa snúið aftur á tökustað til þess að skila stígvélum að loknum tökudegi. Ekki er ljóst hvenær þau ákváðu að fara á stefnumót en þau eru á þeim stað í sambandinu akkúrat núna. 

Fréttirnar af stefnumóti stjarnanna koma aðeins nokkrum dögum eftir að greint var frá því að Anstead og fyrrverandi eiginkona hans hefðu skrifað undir skilnaðarpappíra. Saman eiga þau eins árs gamlan son en Anstead á einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi. Zellweger á hins vegar eitt hjónaband að baki. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður þínar við vini þína og kunningja verða líflegar og uppörvandi. Fólk er ekki að reyna að ergja þig þó að það geri mistök.