Eru ekki að flýta sér

Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ánægð saman.
Ben Affleck og Jennifer Lopez eru ánægð saman. REUTERS/Fred Prouser-Files

Hollywoodstjörnurnar Ben Affleck og Jennifer Lopez byrjuðu saman aftur í vor. Þrátt fyrir að að hamingjan skíni af þeim eru þau ekki sögð vera að flýta sér að ganga í hjónaband eða trúlofa sig, þau eru búin með þann pakka. 

Heimildarmaður E! segir alvöru vera í sambandinu þó svo stjörnurnar tali ekki um það opinberlega. Ekki er langt síðan Lopez sleit trúlofun sinni við Alex Rodriguez og er því ekki að flýta sér upp að altarinu í bráð.

Parið er á sömu blaðsíðunni hvað varðar að bíða með trúlofun. „Það hefur truflað líf þeirra og fjölskyldu og þeim finnst þau ekki þurfa að trúlofa sig strax eða gifta sig. Þau hafa bæði verið þar og finnst það ekki nauðsynlegt.

Þeim líður vel í sambandinu og Ben dýrkar hana. Þetta átti að vera svona og öllum finnst þau fullkomin saman,“ sagði heimildarmaðurinn.

Jennifer Lopez.
Jennifer Lopez. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að segja ekkert það sem þú kannt að iðrast seinna meir. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun koma þér vel í framtíðinni.