Ný stikla úr Dýrinu vekur athygli

Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í myndinni.
Noomi Rapace fer með aðalhlutverk í myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Ný stikla úr kvikmyndinni Dýrinu, eða Lamb á ensku, hefur vakið þónokkra athygli. Stiklan var gefin út í gær en kvikmyndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 8. október næstkomandi. 

Dýrið er ís­lensk kvik­mynd í leik­stjórn Valdi­mars Jó­hanns­son­ar, en hún seg­ir frá sauðfjár­bænd­un­um Maríu og Ingvari. Sam­an búa þau í fögr­um en af­skekkt­um dal. Þegar dul­ar­full vera fæðist á bónda­bæn­um ákveða þau hjón­in að halda henni og ala upp sem sitt eigið af­kvæmi. Kjarnaþemu mynd­ar­inn­ar eru að sögn miss­ir og hvernig fólk tekst á við hann.

Mynd­in var tek­in upp í Hörgár­sveit og eins og áður kom fram leik­stýr­ir Valdi­mar Jó­hanns­son mynd­inni, en hann skrifaði einnig hand­rit mynd­ar­inn­ar í sam­vinnu við Sjón. Með aðal­hlut­verk fer sænska leik­kon­an Noomi Rapace, sem bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta hlut­verk henn­ar á ís­lensku. Hilm­ir Snær Guðna­son fer þá með einnig með aðal­hlut­verk í mynd­inni.

Kvikmyndin vann til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes sem fór fram nú í byrjun júlí og var valin frumlegasta myndin.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.