„Lögmaður Walters Whites“ fékk hjartaáfall á tökustað

Leikarinn Bob Odenkirk liggur á sjúkrahúsi í Albuquerque eftir hjartaáfall.
Leikarinn Bob Odenkirk liggur á sjúkrahúsi í Albuquerque eftir hjartaáfall. AFP

Bandaríski leikarinn Bob Odenkirk, sem er þekktastur fyrir leik sinn sem Saul Goodman í vinsælu bandarísku sjónvarpsþáttunum Breaking Bad og Better Call Saul, liggur á sjúkrahúsi eftir hjartaáfall.

Á þriðjudag var Odenkirk við tökur á sjöttu seríu af sjónvarpsþáttunum Better Call Saul í Nýja-Mexíkóríki í Bandaríkjunum þegar hann hneig niður og var fluttur á sjúkrahús.

Ástand hans er sagt stöðugt. Sonur Odenkirks, Nate, greinir frá því á samfélagsmiðlinum Twitter að það muni verða í lagi með föður hans. Leikarinn er 58 ára gamall.

People

Bob Odenkirk í hlutverki sínu sem Saul Goodman í þáttunum …
Bob Odenkirk í hlutverki sínu sem Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú ertu loks tilbúinn til að gera þær breytingar sem staðið hafa fyrir dyrum um nokkurn tíma. Sambönd halda áfram að vera ögrandi og eitthvað mikilvægt gerist í kvöld.