Beint: Annar keppnisdagur á heimsleikunum í crossfit

Björgvin Karl, Þuríður Erla, Annie Mist og Katrín Tanja takast …
Björgvin Karl, Þuríður Erla, Annie Mist og Katrín Tanja takast á við fimm þrautir í dag. Samsett mynd

Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir stíga aftur úr á keppnisgólfið á heimsleikunum í crossfit í dag. Er þetta annar keppnisdagur á leikunum sem hófust á miðvikudag. 

Eftir fyrsta keppnisdag er Björgvin Karl í 4. sæti í karlaflokki, Katrín Tanja í 6. sæti í kvennaflokki, Annie í 12. sæti og Þuríður Erla í 19. sæti. Keppendur hafa lokið fjórum þrautum hingað til og eru ellefu eftir. 

Brent Fikowski leiðir karlaflokkinn og Tia-Clair Toomey í kvennaflokki.

Karlar verða ræstir út klukkan 16:00 að íslenskum tíma í fimmtu þraut og þurfa að ljúka fjórum hringjum af þremur æfingum. Fyrst þarf að klifra fjórum sinnum upp í kaðal, svo ljúka 500 (konur 400) hitaeiningum á hjóli og svo að ganga með sandpoka ákveðna vegalengd. Konurnar verða ræstar út klukkan 16:45. 

Karlar byrja á sjöttu þraut klukkan 18:40 og konur 19:16. Ekki er búið að gefa út hvað keppendur þurfa að takast á við þar. 

Sjöunda þraut hefst klukkan 19:52 í karlaflokki og 20:32 í kvennaflokki. Ekki er búið að gefa út hvað keppendur þurfa að takast á við þar. 

Áttunda þraut hefst klukkan 21:30 í karlaflokki og 22:00 í kvennaflokki. Þar þurfa keppendur að ganga ákveðna vegalend á höndum.

Síðasta þraut kvöldsins er ræst út klukkan 23:36 í karlaflokki og sex mínútur yfir miðnætti í kvennaflokki. Ekki er búið að gefa út hver þrautin er. 

Mbl.is sýnir beint frá leikunum hér fyrir neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekki hyggilegt að hleypa málum af stað án þess að reyna að sjá framvinduna fyrir. Ekki eyða tímanum í samviskubit yfir því að hafa ekki lagt nóg af mörkum.