Fékk sig fullsadda af kærastanum

Scott Disick og Amelia Hamlin eru hætt saman.
Scott Disick og Amelia Hamlin eru hætt saman. Samsett mynd

Fyrirsætan Amelia Hamlin og ólátabelgurinn og raunveruleikastjarnan Scott Disick er hætt saman. Hamlin er sögð hafa hætt með Disick um helgina eftir 11 mánaða langt samband. Disick var ekki ósáttur við ákvörðun Hamlin. 

„Amalia hætti með Scott um helgina,“ sagði heimildarmaður E!. „Scott var sammála og finnst hann þurfa að vera einhleypur akkúrat núna. Þau skemmtu sér vel saman en þetta var aldrei að fara vera langtímasamband.“

„Amalia er komin með nóg af Scott í bili. Hún vill vera sterk og halda áfram með lífið. Hún hefur fengið sig fullsadda og það var kominn tími til. Allir vinir hennar styðja hana í gegnum þetta. Allir vita að hún á betra skilið. Hún veit það líka,“ sagði annar heimildarmaður. 

Eitt er víst að móðir Hamlin, leikkonan Lisa Rinna, getur andað léttar. Hún hefur lýsti yfir áhyggju sínum af sambandinu en Hamlin er aðeins tvítug á meðan Disick er 38 ára og þekktur fyrir vandræði. Faðir Hamlin, Harry Hamlin, var líka með áhyggjur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mjög heppilegur dagur til að eiga við yfirboðara því þeir eru opnir fyrir hugmyndum þínum og tillögum í dag. Þú ættir að hvíla þig meira.