Langar ekki aftur til Washington

Melania Trump er ánægð með lífið fjarri Washington.
Melania Trump er ánægð með lífið fjarri Washington. AFP

Melania Trump, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, er ekki sögð spennt fyrir því að snúa aftur til Washington. Ólíkt eiginmanni sínum, Donald Trump, er hún lítið fyrir sviðsljósið og var fegin þegar kjörtímabili Trumps lauk. 

„Melaniu finnst ekki skemmtilegt að vera í sviðsljósinu og hefur verið skýr með það að hún hafi ekki áhuga á því aftur,“ segir heimildarmaður People. Frú Trump kann betur að meta fjölskylduna og einkalíf sitt en athyglina.

Hún er sögð hafa lítinn áhuga á því að taka þátt í kosningabaráttunni fyrir árið 2024 ef Trump fer aftur í framboð. „Hún hefur engan áhuga á annarri kosningabaráttu og alls ekki að taka þátt í henni,“ segir heimildarmaður. 

Einkasonur Melaniu Trump, Barron Trump, er líf hennar og yndi. Hann hóf nýlega nám í Flórída þar sem fjölskyldan býr núna. Barron Trump ætti að passa vel inn í skólann að sögn heimildarmanns en hinar mæðurnar eru þó með nokkrar áhyggjur vegna meiri öryggisgæslu vegna hans. 

Fyrrverandi forsetahjónin Donald og Melania Trump.
Fyrrverandi forsetahjónin Donald og Melania Trump. AFP
mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
3
Birgitta Haukdal
4
Anne Thorogood

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu ekki að ergja þig yfir því sem þú getur ekki breytt. Mundu að sókn er besta vörnin og sigurinn er þinn ef þú heldur rétt á spöðunum.