Appelsínugul viðvörun stoppar ekki Ólaf Ragnar

Ólafur Ragnar Grímsson fór út í morgungöngu í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson fór út í morgungöngu í dag. Samsett mynd

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lét appelsínugula veðurviðvörun á Höfuðborgarsvæðinu ekki koma í veg fyrir morgungönguna sína í morgun. Ólafur birti mynd úr göngunni þar sem má sjá mikið rigningarvatn á gönguleið hans. 

Ólafur virðist hafa þann háttinn á að fara í göngu á morgni hverjum þegar hann dvelur á Íslandi og gengur þá Varmá í Reykjahverfi í Mosfellsbæ. Reglulega birtir hann myndir úr göngutúrnum og hefur hann vakið athygli á hversu mikið vatnsborðið hækkar í ánni í rigningaveðrum og hversu illa göngustígum í grennd við ánna er viðhaldið. 

Appelsínugul veðurviðvörun er nú í gildi á Höfuðborgarsvæðinu sem og víðar um land. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur lagt hart að þér og munt nú uppskera. Það kveður við nýjan tón í ástarsambandinu, fagnaðu því.