Samband Garner alvarlegt

Jennifer Garner.
Jennifer Garner. AFP

Leikkonan Jennifer Garner og framkvæmdastjórinn John Miller eru byrjuð að skipuleggja framtíðina. Parið byrjaði saman aftur í maí en þau hættu saman í fyrra. Eftir stutt sambandsslit eru þau harðákveðin í að vera saman. 

„Samband Jen og Johns er alvarlegt,“ sagði heimildarmaður Us Weekly. Parið er sagt horfa saman á framtíðina. Það hafi tekið þau sinn tíma að skuldbindast hvort öðru. 

Parið byrjaði fyrst saman árið 2018. Garner á þrjú börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Ben Affleck og Miller tvö með fyrrverandi eiginkonu sinni, Carolinu Campbell. 

„Það var mikilvægt fyrir þau að taka tíma og einbeita sér að börnunum sínum og njóta þess að vera saman án þess að mikið bæri á,“ sagði heimildarmaðurinn. Telja vinir þeirra að það styttist í trúlofun. Þau eru þó ekki að ana út í neitt og búa til að mynda ekki saman. „Það er ólíklegt að þau geri það fyrr en þau gifta sig.“

Jennifer Garner er byrjuð aftur með framkvæmdastjóranum.
Jennifer Garner er byrjuð aftur með framkvæmdastjóranum. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Leyfðu þér að slaka aðeins á, þú átt það skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er alveg óhætt að njóta þess að þér hefur tekist að ljúka við vandasamt verkefni á tilsettum tíma. Leyfðu þér að slaka aðeins á, þú átt það skilið.