Bubbi ekki á Litla-Hrauni á aðfangadag

Bubbi Morthens fær ekki að fara í eigin persónu á …
Bubbi Morthens fær ekki að fara í eigin persónu á Litla-Hraun á aðfangadag í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens mun ekki spila í fangelsinu Litla-Hrauni á aðfangadag í ár. Bubbi segist í samtali við mbl.is vera vonsvikinn með að geta ekki haldið sína árlegu tónleika í fangelsinu, en þetta er annað árið í röð sem hann getur ekki spilað í fangelsinu vegna sóttvarnatakmarkana.

Tónleikunum verður í staðinn streymt inn í fangelsið, en það var einnig gert á síðasta ári.

„Mér finnst mjög leiðinlegt að geta ekki verið frjáls. Þetta er auðvitað alveg ömurlegt,“ segir Bubbi. „Við erum að spila í svo litlu rými þarna. Nándin er svo mikil. Það er ómögulegt að fylgja öllum þeim reglum sem eru í gildi og hafa hólfaskiptingu.

Okkur er sniðinn rosalega þröngur stakkur með þessum reglum. Sérstaklega vegna þess að, hreint út sagt, þá er ástandið í þjóðfélaginu ekkert það slæmt. Það er bara verið með stöðugan hræðsluáróður út af því sem gæti orðið. Ef við ætlum að lifa hvern dag út frá því sem gæti orðið, þá getum við alveg eins lokað samfélaginu,“ segir Bubbi.

Bubbi segist vonast til þess að geta komið á Litla-Hraun að ári og spilað fyrir fangana, það sé eini dagurinn sem hann óski sér þess að vera á bak við veggi fangelsisins. „Auðvitað óska ég engum að vera á Litla-Hrauni á aðfangadag og ekki neinn annan dag. Þetta er ekki skemmtilegasti staður í heimi til að eyða jólunum á,“ segir Bubbi.

Það er iðulega nóg um að vera hjá Bubba í desember og nú er álagið enn meira þar sem leikritið Níu líf er sýnt í Borgarleikhúsinu. Hann verður svo með Þorláksmessutónleika í Hofi á Akureyri 21. desember og í Hörpu á Þorláksmessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson