Springsteen selur réttinn fyrir 65 milljarða

Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen. AFP

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur selt upptökur og útgáfuréttinn að lögum sínum til Sony fyrir um 500 milljónir dala, eða um 65 milljarða króna.

Billboard og New York Times greindu frá þessu í gær.

Inni í samningnum eru öll lögin sem hann hefur tekið upp og samið, þar á meðal smellir á borð við „Born in the U.S.A.”

Engin tilkynning um viðskiptin hefur þó verið birt af hálfu Sony.

Springsteen er nýjasti tónlistarmaðurinn til að selja allan lagabálk sinn eða hluta af honum. Aðrir sem hafa gert slíkt að undanförnu eru Bob Dylan, Stevie Nicks úr Fleetwood Mac og Neil Young.

Í fyrra seldi Dylan réttinn að öllum lögunum sem hann hefur gefið út á 300 milljónir dala, að því er talið er, til Universal Music Publishing Group á meðan Nicks seldi meirihluta sinna laga fyrir 100 milljónir dala.

Springsteen, sem er 72 ára, hefur verið á mála hjá Columbia Records, sem er í eigu Sony, allan sinn fimmtíu ára feril og selt yfir 150 milljónir platna.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson