Edrú í tvö ár – hætti eftir slys á djamminu

Dave Coulier hætti að drekka eftir að hafa rekið sig …
Dave Coulier hætti að drekka eftir að hafa rekið sig harkalega á. Skjáskot/Instagram

Gamanleikarinn Dave Coulier er búinn að halda sig frá áfengi í rúmlega tvö ár. Hann hélt upp á áfangann með því að birta mynd af sér eftir slysið sem olli því að hann ákvað að taka sjálfan sig í gegn og setja tappann í flöskuna. 

„Ég var fyllibytta. Já. Alkahólisti. Ég er búinn að vera áfengislaus síðan 1. janúar 2020. Þegar ég drakk, þá var ég miðpunktur athyglinnar í partíum. Fólk lyppaðist niður úr hlátri í kringum mig. Þessi mynd sýnir hins vegar þegar ég var sá sem féll,“ skrifaði Full House stjarnan á Instagram.

Coulier lýsir því hvernig hann datt í stiga eftir að hafa fengið sér vel í áramótapartíi. „Ég var alltaf síðasti maðurinn í partíinu. Eftir að hafa drukkið í átta tíma og skemmt félögum mínum leið mér ömurlega í tvo daga. Ég elskaði áfengi, en það elskaði mig ekki til baka. Ég ákvað að taka ákvörðun fyrir sjálfan mig, heilsu mína, fjölskylduna mína og þau sem ég elska,“ skrifar Coulier. 

Hann segir að það hafi ekki verið auðvelt að hætta að drekka en að breytingin á lífi hans hafi verið þess virði. Hann segir himininn blárri og hann njóti þess enn betur að skemmta fólki. 

View this post on Instagram

A post shared by Dave Coulier (@dcoulier)

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.