Dísella Lárusdóttir vann Grammy-verðlaun

Íslenska sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir vann í kvöld Grammy-verðlaunin sem veitt voru í 64. skipti við hátíðlega athöfn í Las Vegas.

Um er að ræða verðlaun fyrir bestu óperuupptökuna en Dísella lék burðarmikið hlutverk í óperu Philips Glass: Akhnaten, undir hljómsveitarstjórn Karenar Kamensek.

Þetta segir á vef Grammy-verðlaunanna.

Mynd frá því að Dísella var valin söngkona ársins í …
Mynd frá því að Dísella var valin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar á íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Hún vann þau einnig fyrir tveimur árum 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dísella og þau sem komu að sýningunni voru tilnefnd í tveimur flokkum: Fyrir bestu óperuupptökuna annars vegar og fyrir framleiðanda ársins í flokki klassískrar tónlistar.

Sýningin vann verðlaun fyrir upptökuna en David Frost, framleiðandi sýningarinnar, hreppti ekki verðlaunin að þessu sinni.

Hér má sjá þegar Dísella flutti aríu dagsins hjá íslensku óperunni á vormánuðum 2020:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrr eða síðar munu öll kurl koma til grafar og því engin ástæða til þess að vera að herða á hlutunum. Leggðu þitt af mörkum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg