Sjón á meðal stjarnanna í London

Sjón, Anya Taylor-Joy, Robert Eggers og Alexander Skarsgård voru viðstödd …
Sjón, Anya Taylor-Joy, Robert Eggers og Alexander Skarsgård voru viðstödd frumsýningu The Northman í London. AFP

Kvikmyndin The Northman var frumsýnd í London nú í kvöld. Íslenski rithöfundurinn Sjón skrifaði handrit myndarinnar ásamt leikstjóranum, Robert Eggers.

Sjón og Eggers voru báðir viðstaddir frumsýninguna ásamt stjörnum myndarinnar, stórleikurunum Önju Taylor-Joy og Alexander Skarsgård.

Sjón er einn handritshöfunda myndarinnar.
Sjón er einn handritshöfunda myndarinnar. AFP

Willem Dafoe, Nicole Kidman og Ethan Hawke fara einnig með aðalhlutverk í myndinni ásamt Íslendingum á borð við Björk Guðmundsdóttur, Ingvar E. Sigurðsson og Hafþór Júlíus Björnsson.

Segir í tilkynningu að The Northman sé epísk stórmynd sem segir frá því hversu langt víkingaprins einn er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir morðið á föður sínum.

Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 14. apríl.

Anya Taylor-Joy fer með aðalhlutverk í myndinni en hún gerði …
Anya Taylor-Joy fer með aðalhlutverk í myndinni en hún gerði garðinn frægan með hlutverki sínu í Netflix þáttaröðinni The Queen's Gambit. AFP
Alexander Skarsgård á frumsýningunni.
Alexander Skarsgård á frumsýningunni. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Samræður við vini ættu að verða líflegar og skemmtilegar í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hefur tekist að koma góðu skikki á þín mál og mátt því næðisins vel njóta. Samræður við vini ættu að verða líflegar og skemmtilegar í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Skúli Sigurðsson
2
Stefan Mani
3
Laila Brenden
5
Anna Sundbeck Klav