Léttir að koma út úr skápnum

Ramona Agruma og Rebel Wilson.
Ramona Agruma og Rebel Wilson. Skjáskot/Instagram.

Leikkonan Rebel Wilson var ekki alveg tilbúin að opninbera kynhneigð sína þegar sagt var frá sambandi hennar og Ramona Agruma nú í byrjun sumars. Hún er hins vegar sögð vera mjög fegin að þurfa ekki að fela lengur með hverri hún er í sambandi með. 

Áður hafði Wilson verið í sambandi með karlmönnum, en er nú í sambandi með konu. 

„Rebel er mjög hamingjusöm þegar kemur að öllu, nýja sambandið, líkaminn hennar, ferilinn hennar. Jafnvel þó hún hafi ekki verið alveg tilbúin að koma út úr skápnum fyrir framan allan heiminn, þá er hún ánægð að hún gerði það og að hún hafi getað verið manneskjan sem deildi því sjálf,“ sagði heimildamaður Us Weekly um málið. 

Heimildamaðurinn segir Wilson hafa fundið fyrir miklum létti og að henni finnist gott að hún geti deilt myndum óhindrað af sér og kærustunni með aðdáendum sínum. 

Wilsson opinberaði samband sitt á samfélagsmiðlum hinn 9. júní síðastliðinn eftir að fjölmiðillinn Sydney Morning Herald hótaði því að greina frá sambandi hennar degi áður. 

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jón Atli Jónasson
2
Colleen Hoover
3
Mohlin & Nyström
5
Rebekka Sif Stefánsdóttir

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú virðist alltaf vera ánægður, alveg sama á hverju gengur. En með elju og ástundun eru þér allir vegir færir.