Gabríel Ólafs skrifar undir hjá útgáfurisa

Gabríel Ólafsson hefur skrifað undir hjá Universal Music.
Gabríel Ólafsson hefur skrifað undir hjá Universal Music.

Decca Records, sem er í eigu Universal Music Group, hefur gert útgáfusamning við íslenska tónskáldið Gabríel Ólafs. Gabríel, sem er 23 ára, er fyrsti Íslendingurinn sem gefur út verk sín undir merkjum Decca Records en frá árinu 1928 hafa þekktustu tónlistarmenn sögunnar á sviði klassískrar tónlistar og djass gefið út plötur sínar á vegum þess.

Fyrsta plata Gabríels Absent Minded hefur verið spiluð yfir 50 milljón sinnum á streymisveitum en önnur plata hans Solon Islandus, sem er innblásin af skrifum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, kom nýverið út og hefur fengið góðar viðtökur.

„Það kom mér á óvart að alþjóðlegt fyrirtæki eins ogUniversal, sem er í yfir 60 löndum, hafi sýnt verkefninu svona mikinn áhuga vegna þess að það eru auðvitað fáir sem skilja íslensku. Á sama tíma finnst mér gaman að íslenskur bókmenntaarfur fái að njóta sín á alþjóðlegum vettvangi í gegnum tónlistina mína,“ segir Gabríel Ólafs.

Tónlistin á Solon Islandus er án söngs en í lögunum má heyra hljóðbrot af ljóðaupplestri úr verkum Davíðs sem flutt eru af Arnari Jónssyni og Helgu Jónsdóttur.

„Foreldrar mínir eru miklir ljóðaunnendur og pabbi las oft fyrir mig ljóð Davíðs þegar ég var lítill, þá sérstaklega ljóðabókina Svartar Fjaðrir og þykir mér vænt um hana. Árið 2019 átti hún 100 ára afmæli og ég hóf að semja tónlist í samtali við ritverkið, sem leiddi mig yfir í fleiri ljóðasöfn hans og skáldsöguna Sólon Islandus. Mér þótti skemmtileg tilviljun að Davíð hafi verið á mínum aldri þegar ljóðasafnið hans var gefið út árið 1919,“ segir Gabríel.

Tónskáldið hljóðritaði plötuna í Hörpu í samstarfi við nýstofnaða framleiðslufyrirtækið Reykjavík Recording Orchestra. „Salir Hörpu hafa óaðfinnanlegan, heimsklassa hljóm,“ segir Gabríel. Á plötunni má heyra verk fyrir píanó, strengjasveit og kór.

Samningur Gabríels kveður á um útgáfu fleiri tónverka sem koma út á næstu árum, en sjálfur segist hann hafa mestan áhuga á að semja tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og sviðið. „Skemmtilegast þykir mér að taka að mér fjölbreytt verkefni þar sem ég get verið hluti af listrænni heild,“ segir Gabríel.

mbl.is
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að gala það út um allar jarðir þótt þú hafir haft heppnina með þér. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Freida McFadden
2
Guðrún Frímannsdóttir
4
Bergsveinn Birgisson
5
Liza Marklund

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða til þess að gala það út um allar jarðir þótt þú hafir haft heppnina með þér. Gott væri að gefa sér tíma til íhugunar.